miðvikudagur, 24. mars 2004

Ýmislegt

Rakst á eitthvert það ljótasta sýnishorn sem tungumál vort hefur upp á að bjóða. Ábyrgðina á þessum óhugnaði, svo ekki sé meira sagt, bera aðstandendur femin.is:

H20 vs gosdrykkir
Vatnið er okkur lífsnauðsynlegt. Líkami okkar og líffæri þarfnast viss magns vatns daglega og ef við fáum ekki þetta vatnsmagn þá fara ýmsir kvillar að gera vart við sig. Við erum að fá þó nokkurn hluta af dagsneyslu okkar í gegnum matinn eða aðra vökva en hreint vatn og því miður eru mörg okkar að fá alltof stóran hluta af þessu magni í gegnum gosdrykki. Íslendingar eru að fá tvöfaldan til þrefaldan dagsskammt af sykri daglega og er stór hluti þess í gegnum gosdrykki. Þetta er alltof mikið af sykri og því birtum við þessa grein því ég lofa þér því að þú hugsar þig tvisvar um áður en þú færð þér gos með matnum næst.

Fyrirgefið að ég skuli leggja þetta á ykkur kæru lesendur en mér fannst bara að ég yrði að vara ykkur við þróun (tungu)mála. Að einhverjum skuli detta í hug að tala svona! Sá hinn sami virðist vera haldinn svo miklum sadisma og mannhatri að ekki er staðar numið við talmál heldur er þessu lekið á netið í formi málfræðilegrar farsóttar. Jæja nóg um það, fnæs.

Í sárabætur færi ég ykkur þetta geggjaða stuð frá Þýskalandi. Munið bara að hafa kveikt á hljóðinu þegar þið smellið á linkinn.