Ég var ekki andvaka, ég svaf. Ég svaf reyndar yfir mig. Í staðinn fyrir að vakna um sjö þá vaknaði ég hálfellefu. Það þýðir að ég svaf 10 og 1/2 klukkutíma í nótt. Ekkert smá...umm...gottvont.
Nú er ég glaðvakandi, búinn með vikuskammt af rekstrarhagfræðidæmum og hlusta á Papageno syngja fyrir Papagenu og öfugt. Þau eru skemmtilegt par, alveg eins og við Ásdís.