Ég eyddi dágóðum tíma gærdagsins í að skoða námskrá HÍ fyrir kennsluárið 2004-2005 til að geta skráð mig í áframhaldandi nám. Ég hafði nokkrar áhyggjur af því að finna ekki nægilega mörg námskeið á MA stigi til að fylla upp í 15 einingakvótann en sá ótti reyndist ástæðulaus því þegar yfir lauk skráði ég mig í 18 einingar á haustönn og 19 einingar á vorönn. Ég læt hér fljóta með hvaða kúrsa ég skráði mig í.
Haustönn 2004
10.57.02 Vettvangsaðferðir
10.15.06 Klám og vændi
10.53.42 Eigindlegar rannsóknaraðferðir I
10.57.04 Lesnámskeið um sérsvið
Vorönn 2005
05.61.43 Stríðsátök, friðarferli og kyngervi
10.07.27 Mannfræði Miðausturlanda
10.53.43 Eigindlegar rannsóknaraðferðir II
10.57.34 Hnattvæðing