mánudagur, 26. apríl 2004

Gaman

Þetta er síðasta bloggið sem ég sendi frá mér áður en 25. afmælisdagurinn rennur upp. Er lífið ekki frábært? Það er næstum því alltaf ofboðslega gaman að vera ég.

Þarna fengu lesendur smá brot af því hvernig tuttuguogfjögurra ára ungum og bjartsýnum manni líður. Ekki er víst að þetta gildi um alla unga menn. Hins vegar er algilt að þegar þeir verða tuttuguogfimm fara að vaxa sérdeilis löng nefhár, þeir byrja að reykja pípu og festast í ruggustól.

Ég ætla ekki að láta þetta henda mig. Á morgun verð ég alveg eins og í dag, allra manna föngulegastur og án ruggustóls og pípu en látum nefhárin liggja milli hluta (tíhí).