Bersýnilega hafa þónokkrir lesið moggann þann 19. apríl þokkalega, að minnsta kosti blaðsíðu 18. Þessa ályktun dreg ég af því að fólk hefur komið að máli við mig og lýst yfir ánægju sinni út af greininni.
Nú er ég hins vegar fjarri greinarskrifum. Ég sit og skrifa setningar á borð við: =sumproduct(c8:c16;vextir). Fyrir þá sem þekkja til þá er þetta excel sem ég er að grufla í. Maður er bara alltaf að læra eitthvað nýtt :)