laugardagur, 1. maí 2004

Rule of thumb

Þetta er þriðji dagurinn sem ég læri undir próf í námskeiðinu Fjölskyldur í nútímasamfélagi. Hef náð að fara yfir efni eins og fjölskyldur fatlaðra, fjölskyldur samkynhneigðra, kyn og kyngervi.

Er núna að lesa um heimilisofbeldi og finnst það ansi óhuggulegt. Geri mér þó fulla grein fyrir mikilvægi umræðunnar. Hafið þið t.d. heyrt um hina bókstaflegu þumalputtareglu?

Í Englandi hér áður fyrr var það lögbundið að eiginmenn mættu berja konur sínar með priki en prikið mátti þó ekki vera þykkari en hans eigin þumall. Maður veit ekki hvort maður eigi að hlæja eða gráta þegar maður heyrir af svona lagasetningu. Það er þó til marks um að ég hef alist upp í samfélagi sem telur heimilisofbeldi ekki vera eðlilegan hluta eða rétt eiginmanna og fyrir það er ég þakklát.