laugardagur, 1. maí 2004

Hvolpaverksmiðjur

Nú hef ég alltaf verið miklu meira fyrir kisur en hunda eins og Skotta, Stjarna og Funi eru góð dæmi um.

Hins vegar er ég mikill dýravinur almennt og á erfitt með að sjá illa farið með málleysingja. Því finnst mér þetta myndband alveg hræðilegt því þarna er því lýst í myndum og máli hvernig farið er með hunda í svokölluðum hvolpaverksmiðjum þar sem hvolpar eru beinlínis framleiddir eins og hver önnur vara við hræðilegar aðstæður.

Gefið ykkur smá stund til að kíkja á myndbandið - það er ekki skemmtilegt en gott spark í rass þeirra sem gera sér ekki grein fyrir þeim áhrifum sem neytendur hafa á framleiðsluiðnaðinn.