Nú erum við komin heim frá Frakklandi. Ferðin var frábær og höfðum við það óskaplega gott enda vel hugsað um okkur í Montkofanum. Við gistum í tjaldi sem er gott og blessað nema hvað það var stundum ansi kalt á nóttunni og vorum við því ansi dúðuð undir sæng.
Á daginn var síðan rosalegt veður, þegar best lét fór hitinn í rúmar 30°C og lá maður þá dasaður í sólbaði. Nánari skýrslugerð kemur síðar. Núna ætlum við nefnilega í sund (heitaheita pottinn!) því okkur er kalt inn að beini. Já kæru farþegar við erum sannarlega komin heim :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli