Undanfarna daga hef ég þurft að nota nefúðann minn fremur mikið vegna einhvers konar heykvefs. Þetta úðadót gerir nefið viðkvæmt. Þegar ég kom heim úr vinnunni hinn kátasti tók nefið á mér upp á því að sturta niður úr sér ágætis slurk af ryðguðu vatni. Ég tók því nú bara með ró og tróð öllu tiltæku í nösina og lagðist sallarólegur á gólfið.
Þegar það versta var afstaðið fór ég, hinn upplýsti háskólaborgari, að leita mér upplýsinga og fann ýmislegt sniðugt á doktor.is. Textahöfundur gerir greinilega ekki ráð fyrir að fólk á mínum aldri lendi oft í þessu. Ég er nú ekkert að stökkva upp á nef mér út af því, oseiseinei.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli