mánudagur, 7. júní 2004

Vinna

Fyrsti dagurinn í vinnunni var í dag. Ég hitti aðra flokkstjóra og við tókum aðeins á arfanum saman. Næstu daga verð ég á hinum ýmsu námsskeiðum, stjórnun, skyndihjálp og gróðurfræðslu einhverskonar. Á föstudaginn mæta svo hóparnir mínir til mín og ég ákveð hverjir verða fyrir hádegi og hverjir eftir. Ég er að hugsa um að raða miðum í körfu og láta fólk draga um hvort það verði fyrir eða eftir hádegi. Þetta verður gaman, ég finn það á mér.

Engin ummæli: