Dvölin í Atlavík var ekki löng því morguninn eftir pökkuðum við öllu dótinu saman og keyrðum á Egilsstaði. Þar hittum við skipuleggjendur Þjóðahátíðar, fórum í sund og fórum svo að aðstoða við undirbúning hátíðarinnar. Við vorum svo heppin að þurfa ekkert að hugsa um að tjalda því okkur var boðin gisting í grunnskólanum að Eiðum.
Daginn eftir hófust svo hátíðarhöldin og var hörkugóð mæting og góð stemmning. Um kvöldið var hátíðinni pakkað saman og þá lögðum við í hann á Mývatn. Síðla kvölds renndi blái drekinn inn á Mývatnssvæðið og beiddumst við gistingar á Bjargi. Þar dvöldumst við hjá alveg hreint frábærum náunga sem heitir Sigfús.
Á mánudeginum skoðuðum við Grjótagjá og norðlenska Bláa lónið, keyrðum til Akureyrar og tjilluðum aðeins á Bláu könnunni og brunuðum svo í bæinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli