sunnudagur, 26. september 2004

Hjartadagurinn

Í tilefni af hjartadeginum var hægt að fá lánaða skauta í skautahöllinni án endurgjalds. Þar sem ég hef aldrei farið á skauta ákvað ég að slá til þegar Ásdís stakk upp á að við kíktum. Hún hefur töluvert meiri skautareynslu en ég og gat því kennt mér aðieins á þetta.

Þegar út á svellið var komið þá gekk mér nú bara vel, missti jafnvægið þrisvar en datt bara einu sinni. Hin tvö skiptin voru líkari breikdansi þar sem ég datt ekki en snerist í allskonar hringi. Á svæðinu var svo ljósmyndari sem tók þessa mynd af okkur. Hihi. Eftir skautana skelltum við okkur í Laugardalslaug og fórum í heitu pottana og gufubað.

Ahhhhh, frábært!

Engin ummæli: