þriðjudagur, 28. september 2004

Göngum til góðs

Á laugardaginn kemur stendur Rauði krossinn fyrir söfnun sem kallast Göngum til góðs. Við Baldur ætlum að ganga til góðs í Kópavoginum og mig langaði bara að hvetja lesendur síðunnar til að skrá sig í gönguna á heimasíðu Rauða krossins. Sjálfboðaliðar þurfa ekki að ganga nema í 1-2 tíma svo ekki er um mikla tímafórn að ræða fyrir hvern og einn en Rauða krossinn muna hins vegar um hvern og einn sem tilbúinn er að leggja söfnuninni lið. Svo endilega kíkið á heimasíðuna og skráið ykkur á söfnunarstöð og látið gott af ykkur leiða - þetta verður örugglega æðislega gaman!

P.s. Einstaklingarnir hér að neðan eiga það allir sameiginlegt að vera grænmetisætur ;)

Engin ummæli: