Jah, sveimér þá! Nú er maður búinn að ganga til góðs í margar vikur samkvæmt blogginu. Kannski fæ ég tilnefningu til friðarverðlauna Nóbels ef ég sleppi því að droppa þessari færslu út í nokkra mánuði í viðbót. Ég sé það fyrir mér, ungur maður hlýtur tilnefningu fyrir að ganga langt. Eða eitthvað. Raunveruleikinn er samt þannig að ég gekk bara í tvo tíma og hef brallað margt síðan. Mætt í skólann, lesið heil ósköp og skilað nokkrum verkefnum. Dagarnir líða hratt og eru skemmtilegir.
La vita é bella.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli