Nú er kominn snjór aftur, vei. Eftir að ég sendi síðasta blogg frá mér þá bráðnaði fölið bara strax :( En nú er það komið aftur, sjálflýsandi og fínt. Í gær kláraði ég bókina um Pí og mikið voðalega þótti mér hún góð. Alveg þrælmögnuð.
Í morgun fórum við að lyfta. Mikið rosalega er gaman að taka vel á því. Það er reyndar skylda okkar mannfólksins að efla skrokkinn eins og vinur minn George Hackenschmidt sagði í bók sinni The way to live. Ástæðan er sú að heilbrigður líkami er eitthvað sem helst mjög í hendur við það að vera sterkur. Annars skora ég á alla að lesa a.m.k. valda kafla úr þessari einstöku bók.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli