Í gærkvöldi fórum við í bíó. Við sáum myndirnar (já í fleirtölu) Kopps og Mors Elling. Þær voru báðar fyndnar en hvor á sinn á hátt. Ekki ætla ég að eyða fleiri orðum í þær hér og hvet fólk að horfa á þær frekar en að lesa um þær.
Í dag á Jónas Hallgrímsson afmæli og svo merkilega vill til að dagur íslenskrar tungu er líka í dag (döh). Að allt öðru. Ég var að gera uppgötvun sem gæti sparað samfélögum víða um heim mikla peninga, gæti líka skýrt eitthvað af þessum gróðurhúsaáhrifum. Eins og glöggir lesendur hafa vafalaust tekið eftir þá hefur þetta hvíta sem er úti alltaf horfið þegar ég minnist á það hér á blogginu, ég nefni það ekki núna því ég vil hafa það áfram.
Kenning mín er sú að ef fólk bloggar bara um þetta þá má sleppa nagladekkjum og mokstri. Einnig hef ég lesið að Norðurskautið og Grænlandsjökull minnki hratt og hvet ég því alla sem þar búa að hætta að blogga um þetta hvíta þó þeir eigi nóg af því.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli