Jæja nú eru öll verkefnaskil að baki og ekki fleiri kennslustundir á þessari önn. Reyndar eru komnir nokkrir dagar síðan það var allt búið. Það þýðir þó ekki að maður sé bara að slappa af, oonei. Nú er próflestur allan daginn alla daga. Próflestri fylgir aðeins minna af ýmsum þáttum daglegs lífs eins og eldamennsku og í einu slíku tilviki fórum við í Norræna húsið og fengum okkur dýrindis grænmetisböku sem var hreint ekki dýr.
Ég ætla nú ekki að hafa þetta lengra að sinni og sný mér aftur að reikningshaldinu með hinn ágæta gaur David Bowie í eyrunum. Að þessu sinni varð platan Low fyrir valinu en það væri nokkurn veginn sama hvar ég myndi drepa niður í safni meistarans mér myndi aldrei leiðast.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli