Baldur er alltaf svo duglegur að blogg - kannski ekki miðað við suma - en svona miðað við mig svo mér fannst ég alveg tilneydd til að gera eitthvað í málunum og láta ykkur sem enn kíkið hingað inn (takk fyrir það!) vita að ég er sko enn á lífi, já bara alls ekki allt fjör úr mér.
Rétt eins og Baldur hef ég nóg fyrir stafni þessa dagana og vinn þessa stundina að einni ritgerð auk þess sem ég þarf að skila einni lokaskýrslu. Bókhlaðan er því orðin manns annað heimili en það kemur ekki svo að sök því Funi bíður manni alltaf góðan daginn og kemur manni í gott skap þegar mætir hingað í morgunsárið. Ég læt þessa stuttu og hnitmiðuðu skýrslu duga í bili, læt þó vonandi heyra í mér áður en árið er liðið.
P.s. Var aðuppgötva þennan nýja fítus hjá Blogger sem gerir manni kleift að lita fyrirsagnir, svo ef ég verð duglega að blogga á þessum tarnatíma verðið þið örugglega að þola nýungagirni mína!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli