Spádómur minn um að ég yrði búinn þegar prófin væru búin rættist. Í gærkvöldi ákvað ég að stilla ekki vekjaraklukku og svaf til hálfþrjú í dag. Það var gott. Síðan þá hefur jólaundirbúningurinn verið aðalverkefnið og erum við Ásdís búin að skúra, skrúbba og bóna alla íbúðina. Það er svo fínt hérna að ég held að Monica úr þáttunum um
vini mætti hafa sig alla við til að slá þessu við.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli