laugardagur, 18. desember 2004

Segðu mér brandara!

Leigubílstjóri tók farþega uppí og átti að aka honum á ónefndan stað. Þeir voru komnir eitthvað áleiðis þá pikkaði farþegin í öxlina á leigubílstjóranum og ætlaði að segja eitthvað, nema hvað bílstjórin missti stjórn á bílnum keyrði utaní strætó og endaði uppá gangstétt hríðskjálfandi.
Farþeginn var svo miður sín og afsakaði sig í bak og fyrir og þá segir leigubílstjórinn þetta er ekki þér að kenna þetta er fyrsti dagurinn minn sem leigubílstjóri. Nú og hvað vannstu við áður spurði farþeginn. Leigubílsstjórinn: ég keyrði líkbíl í 20 ár.

***

Ameríkani var í heimsókn í London, hann stendur og horfir upp á heljarinnar háhýsi. Einn af heimamönnum gengur framhjá og kaninn gat ekki stillt sig um að grobba sig svolítið, hann segir: Í USA höfum við líka svona háhýsi, bara 3x stærra. Hinn svarar: Það kemur mér svosem ekkert á óvart, þetta er geðveikraspítalinn.
***

Kona nokkur kemur inn í apotek og biður um Arsenik. Og hvað ætlaru að gera við það ?"spyr apotekarinn. Ég ætla að gefa manninum mínum það því hann er byrjaður að halda framhjá mér". Ég get ekki selt þér Arsenik til þess" segir apotekarinn jafnvel þó hann sé farinn að halda fram hjá þér. Þá dregur konan upp mynd af manninum sínum í miðjum samförum við konu apótekarans. Ó" segir apotekarinn "ég gerði mér ekki grein fyrir því að þú værir með lyfseðil!
***
Siggi litli fékk að vita það hjá einum vini sínum í skólanum að allt fullorðið fólk hefði eitthvert stórt og mikið leyndarmál og það væri mjög auðvelt að nota það til að kúga úr því fé bara með því að segja: Ég veit allan sannleikann! Siggi litli ákvað að fara heim og prófa þetta. Þegar hann kom heim hitti hann móður sína og sagði við: Ég veit allan sannleikann! Móðir hans rétti honum tvöþúsundkall og sagði: Ekki segja pabba þínum.
Siggi var mjög ánægður og gat varla beðið eftir að pabbi hans kæmi heim. Þegar Jónas kom heim dró Siggi litli hann afsíðis og sagði: Ég veit allan sannleikann! Jónasi varð hverft við, rétti syni sínum tvo þúsundkalla og sagði: Ekki segja mömmu þinni.
Nú var Siggi litli svakalega ánægður með sjálfan sig og ákvað að reyna þetta aftur á næsta fullorðna sem hann hitti. Rétt í þann mund kom bréfberinn með nokkra reikninga og Siggi litli sagði við hann: Ég veit allan sannleikann! Bréfberinn lagði umsvifalaust frá sér töskuna, breiddi út faðminn og sagði: Komdu þá og knúsaðu hann pabba þinn!

***

Tveir hommar voru á rölti í hljómskálagarðinum um miðja nótt. Þeir sáu gamla konu og réðust á hana. Á meðan einn hélt henni niðri lagaði hinn á henni hárið.

***

Það voru einu sinni tvær appelsínur að labba meðfram á þegar önnur þeirra datt út í ána. Þá kallaði hún á hina appelsínuna: "Fljót, fljót, skerðu þig í báta."

***

Síðasta vetur, þegar hráslegalegt hafði verið um hríð, ákváðu hjón ein að flýja vetur konung í viku og pöntuðu sér ferð suður um höf. Þannig atvikaðist að konan þurfti að fljúga degi síðar en ætlað var en eiginmaðurinn flaug á undan. Þegar karlinn er kominn á hótelið rífur hann upp ferðatölfuna og skrifar strax tölvupóst til konu sinnar. Ekki vildi betur til en svo að hann misritaði einn staf í addressunni og lenti bréfið hjá ekkju einni sem nýbúin var að jarðsetja sinn heittelskaða. Ekkjan, sem rétt var búin að jafna sig eftir athöfnina, var í þann mund að líta yfir samúðarkveðjur þegar bréfið barst. Þegar sonur ekkjunar kom heim lá hún í yfirliði fyrir framan tölvuna og þetta stóð ritað á skjáinn: Elskan, Er kominn heill á húfi. Er búinn að kynna mér allar aðstæður og gera allt klárt fyrir komu þína á morgun. Óska þér góðrar ferðar og bíð þín með óþreyju. Ástarkveðja, Þinn eiginmaður.
P.S. Fjandi heitt hérna niður frá.

***

Kona nokkur hélt fram hjá manni sínum á daginn meðan hann var í vinnu. Dag einn er konan í rúminu með elskhuganum þegar húsbóndinn á heimilinu kemur óvænt akandi heim að húsinu. Konunni brá að sjálfsögðu í brún og skipar elskhuganum að grípa fötin sín og hoppa út um gluggann. Elskhuginn lítur út um gluggann og segist ekki geta farið út því það sé grenjandi rigning. Ef maðurinn minn sér okkur hérna drepur hann okkur bæði, segir konan. Elskhuginn hefur því engin önnur ráð en að hoppa út um gluggann og hraða sér á brott frá húsinu. Þegar hann kemur út á götu lendir hann í flasinu á hóp af skokkurum. Hann ákveður að slást í hópinn þótt hann sé nakinn því hann vill ólmur komast óséður frá húsinu. Hinum hlaupurunum var að sjálfsögðu starsýnt á nakta manninn og einn þeirra spurði hvort hann hlypi alltaf nakinn. "Já," sagði hann, "það er svo notalegt að láta ferskt loftið leika um hann meðan maður er að hlaupa." "En hleypur þú alltaf með fötin undir hendinni?" spurði skokkarinn. "Já, svo ég geti klætt mig þegar ég er búinn að hlaupa, áður en ég tek strætó heim," sagði sá nakti. "En hleypur þú alltaf með smokk?" spurði hlauparinn. "Nei, nei, bara þegar það er rigning."

***

Og einn í lokin sem er viðeigandi svo rétt fyrir jólahátíðina: Tveir prestar eru að tala saman. Nr. 1: Það er svo rosalegur músagangur í kirkjunni okkar að þetta er orðið feiknarlegt vandamál. Nr. 2: Svona var þetta líka hjá okkur þangað til að ég fann upp á því að skíra allar mýsnar og urðu þær þar með aðilar að þjóðkirkjunni... núna koma þær bara í messu á aðfangadagskvöld.

Engin ummæli: