sunnudagur, 19. desember 2004

Stuðmaður

Ég sit hérna í VR2 og læri og læri. Á morgun í hádeginu eru prófin búin. Ég sem ætlaði að gera svo margt eftir prófin en þegar það var þá vissi ég ekki að þegar þau væru búin þá yrði ég það líka. Nú man ég hvers vegna námsmenn eru sendir í jólafrí, af því að þeir eru ógeðslega þreyttir.
Lesendur eru nú vafalítið farnir að undra sig á því hve hrífandi og orkumikill titill fylgir jafn þreyttri færslu. Ástæðan er sú að í hausnum á mér hringlar gamalt lag með Stuðmönnum og textinn í viðlaginu er: hann er kominn að niðurlotum.
Nú er kaffið mitt reyndar farið að kikka inn svo heilinn á mér hefur skipt um lag og nú er það: Íslenskir karlmenn eru sko alls engar gungur, íslenskum karlmönnum vefst ekki tunga um tönn. Því fer sem fer!

Hehe! Nú hef ég ekki meiri tíma í blogg bara meira kaffi og meira reikningshald... Bring it on!

Engin ummæli: