Undanfarna daga hefur fiskbúðin í JL-húsinu selt fiskinn á óvenjulega hagstæðu verði. Fyrir vikið hef ég borðað fisk svo að segja í hvert mál. Hádegismaturinn í dag var t.d. smjörsteiktur koli en í gærkveldi prufaði ég þessa frábæru uppskrift.
Hvað er annað í fréttum? Jú, ég hef flett ofan af grunsamlegum samtökum Borgarholta. Ég komst nýverið að því að hin glaðbeitta sendinefnd mín í Englandi á sér nöfnu sem er pínu krípí...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli