Í gær fór ég í skólaferðalag lengst uppí sveit. Já, bekknum mínum í nýsköpun og vöruþróun var boðið í heimsókn í Iðntæknistofnun. Ég hef einhvern veginn aldrei pælt neitt sérstaklega í þessari stofnun en oft séð húsið þegar ég hef verið á heimleið úr sumarferðalögum. Mér virðist margt sniðugt brallað þarna og hver veit nema maður þiggi aðstoð þeirra við að ýta einhverri nýjung úr vör.
Í gær skilaði ég líka ritgerð í markaðsfræði 2. Við vorum fimm sem skrifuðum hana saman og verð ég að játa að verkið sóttist ótrúlega vel. Það er nefnilega ekki það sama að skila bara ritgerð og ritgerð sem maður er virkilega ánægður með. Þessi fellur í seinni flokkinn.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli