Síðasta pólóæfing var eina æfingin í síðustu viku. Það var nefnilega þannig að ég byrjaði að fá örlítið í hálsinn á mánudaginn en hélt það væri ekki neitt. Þetta smotterí jókst svo smátt og smátt þar til ég var kominn með einhverskonar pirrandi hálfveikindi. Ég komst s.s. í tíma en var að öðru leyti ekki til stórræðanna. Hins vegar finn ég að ég er byrjaður að sækja allverulega í mig veðrið og ætla að halda því áfram.
Nóg af armæðu og voli. Í dag er víst Valentínusardagur og á þeim degi fögnum við Ásdís óformlegu sambúðarafmæli okkar og er þetta í fjórða sinn. Góðar stundir...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli