Í kvöld fengum við mömmu og pabba í heimsókn. Hér var mikið hlegið, spjallað og etið. Eftir matinn fengum við okkur tebolla og hlustuðum á tónlist. Það vill svo skemmtilega til að við hlustuðum meðal annars á rapparann Eminem og þegar mamma og pabbi voru nýfarin rákum við augun í
þetta. Það er nú meira hvað þessir kanar eru miklir hræsnarar. Þeir eru alltaf að gera grín að þjóðum sem banna fólki að skerða hár sitt og þar sem konum er gert að ganga í ákveðnum fötum. Hvað gera þeir? Jú, nákvæmlega það sama!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli