Í dag er þriðjudagur, bara svona að láta vita af því. Á sunnudaginn fórum við Ásdís í mat til Kristjönu og Braga. Maturinn stóðst allar kröfur matgæðinga enda er Bragi hörkukokkur. Eftir matinn spiluðum við Leonardo og co sem ég vann í (hehe). Þegar ég var við það að líða út af í sigurvímu var mér kippt snarlega niður á jörðina því Kristjana svoleiðis burstaði okkur í spili sem kallast Hættuspilið. Ég mæli með því, það er svona ekta spil þar sem maður tjúnast allur upp af æsingi og fjöri.
Í kvöld ætla ég svo að skella mér aftur á pólóæfingu. Nú mega æfingafélagarnir vara sig því ég hefi þegar hlotið viðurnefnið Prins Póló!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli