Í gær var veisla hjá hinu alræmda ýsugengi. Matseðillin var sá sami og venjulega enda engin ástæða til þess að breyta því sem gott er. Það vill líka svo heppilega til að klúbbsmeðlimir eiga það sameiginlegt að uppáhaldsmaturinn er einmitt soðin ýsa og kartöflur.
Að undanförnu höfum við Ásdís nýtt okkur skype í samskiptum okkar við umheiminn. Þetta er það þægilegt apparat að ég fæ ekki betur séð en að símar séu í rólegheitunum að detta upp fyrir.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli