Í gær fórum við á Næstu grös með Pétri afa, mömmu og pabba. Eftir að allir voru orðnir saddir og sælir var haldið á Súfistann til að sötra, fletta og kjafta. Í dag hef ég svo bara verið að læra hérna á hlöðunni og ákvað að blogga aðeins þar sem ég nennti að setjast við tölvu og úr því að ég var kominn á netið var allt eins gott að lesa helstu fyrirsagnir.
Ég rakst meðal annars á þetta og líst illa á. Ætli þessi vélmenni dreymi rafeindarollur. Þetta hljómar svolítið eins og þeir séu hræddir við að hermennirnir átti sig á því að stríð sé raunverulegt og að fólk deyi í alvörunni. Til þess að koma í veg fyrir slíkan skilning er best að láta það líta út eins og tölvuleik þar sem maður stýrir þykjustuskriðdreka sem skýtur vonda kalla. Æ, maður er bara kominn með svo nóg af þessu kjaftæði.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli