Áðan kom Heiðar Þór til mín og skiptumst við á jólapökkum. Ég fékk snilldardisk með
skosku bræðrunum í
The Proclaimers. Fyrir þá sem ekki vita í hverju snilldin felst þá er þekktasta lagið líklega
þetta. Eftir pakkaskiptin var slakað á í Vesturbæjarlauginni og farið í ísbúðina við Hagamel og keyptur gamaldags ís. Ákaflega gott kombó. Þegar ég svo kom heim var Ásdís búin að gera allt voða, voða fínt. Það var líka vel við hæfi að vígja diskinn í snyrtilegu umhverfi. Dæs :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli