mánudagur, 17. janúar 2005

Labbilabbi

Í gær fengum við okkur labbitúr niður í miðbæ til þess að fara í Bónus. Á leiðinni hittum við mömmu og pabba tvisvar og Gústa frænda einu sinni. Þegar við svo komum að Bónus þá var sjoppan ekki opin á sunnudögum svo við gengum aftur heim. Um kvöldið fórum við út að borða og í bíó með Elfari, Andra og Snjólaugu og sáum þessa mynd. Þeir sem þekkja til leikstjórans vita að ekki er við öðru að búast en meistaraverki. Ég er viss um að vinir mínir í salnum gefa henni góða dóma.

Dagurinn í dag hófst á því að ég svaf yfir mig. Fyndið hvað það er gott að sofa þegar maður á ekki að vera sofandi. Eftir morgunmat (sem var eiginlega hádegismatur) og almennt súnn fórum við Ásdís gangandi í Bónus á Laugaveginum og keyptum í matinn. Að innkaupum loknum röltum við svo á Hlemm. Þar rákumst við á Einar frænda en náðum ekkert að spjalla því vagninn hans kom eiginlega strax. Eftir það biðum við smá stund og tókum strætó númer 5 heim. Þetta var mjög skemmtilegt ferðalag þrátt fyrir að ég væri með tvær torfur af pírönufiskum fastar við lappirnar á mér, ég tók nefnilega ansi vel á kálfunum í gymminu á laugardaginn og harðsperrunum verður ekki lýst öðruvísi en hér að ofan.

Engin ummæli: