Þá er hjólasnjórinn kominn. Ég kalla hann þetta af því að undanfarna daga hefur ekki verið sérlega hjólfært vegna klakahryggja á götum og ísbreiðu á gangstéttum. Koma hinnar ágætu mjallar gerir það að verkum að hjólreiðar verða öruggari en á klakanum. Undanfarna daga hef ég gengið og hjólað það sem þarf að komast og kanna því vel. Ég hef alltaf verið hlynntur hreyfingu en fyrst eftir bílmissinn fannst mér ég eitthvað innilokaður í vesturbænum. Nú hefur hins vegar rifjast upp fyrir mér að maður kemst ansi víða á tveimur jafnfljótum ásamt smá hjálp frá ættingjum og vinum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli