Jæja nú er skólinn kominn á fullt og stefnir allt í skemmtilega önn. Kúrsarnir sem ég tek eru rekstrarhagfræði 2, markaðsfræði 2, stjórnun 2, markaðsrannsóknir 1 og nýsköpun og vöruþróun. Sá síðastnefndi er kenndur á ensku en það ætti nú ekki að vefjast fyrir manni, hehe.
Undanfarna daga hefur bíllinn verið bilaður og hef ég með hjálp góðra manna unnið að hagkvæmum lausnum í því máli. Allt bendir til þess að viðgerð á greyinu geti orðið ærið kostnaðarsöm. Sjáum þó hvað setur.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli