Hvurslags eiginlega egóisti er ég eiginlega orðinn? Í dag er áttundi janúar og ég tala um stundatöfluna mína. Í dag á fjölskylduvinurinn David Bowie afmæli og deilir hann deginum með ekki ómerkari manni en sjálfum Elvis Aaron Presley! Ekki nóg með það heldur valdi Biggi vinur minn þennan dag til þess að fljúga til Ítalíu á vit söngsins. Ég óska afmælisbörnum innilega til hamingju með daginn (kannski lesa þau bloggið) og Bigga góðrar ferðar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli