sunnudagur, 17. apríl 2005

Föndur

Já, ég hef hlustað nánast stöðugt á Hjálmana síðan síðast var bloggað. Í dag var ég að fínísera ritgerð í nýsköpun og vöruþróun. Í fíníseringum fólst meðal annars að finna myndir og rakst ég þá á verk eftir snillinginn Mark Tansey. Ef einhver lesenda minn vill kynna sér hann betur er hægt að kíkja neðst á þessa síðu.

Þessa dagana er annars nokkuð þétt dagskrá enda þrammar prófatíðin í einhverja garða. Það er alltaf ákveðin stemning sem grípur háskólaumhverfið í þessu ágæta amstri, svolítið eins og smitandi einbeiting/vinnubrjálæði grípi um sig. Það finnst mér gaman.

Engin ummæli: