þriðjudagur, 5. apríl 2005

Grunsemdir knýja dyra

Í gær bauð pabbi okkur og froskunum út að borða á ban thai. Það var rosagott og svakasterkt. Í morgun flugu froskarnir svo yfir hafið til Lundúna á leið sinni í Sápuóperuland. Ég hef áðurnefnd froskdýr grunuð um að hafa tekið heldur meira með en nauðsynlegt var, nefnilega góða veðrið. Áðan þegar ég kvaddi Þjóðarbókhlöðuna vissi ég að ég hefði verið lengi en ekki að ég hefði misst af sumrinu...

Engin ummæli: