miðvikudagur, 14. september 2005

(Óvígt) sambúðarafmæli

Við Baldur eigum fjögurra ára sambúðarafmæli í dag. Þann 14. september 2001 gengum við galvösk inn á Þjóðskrá og skráðum okkur í óvígða sambúð. Mig minnir að við höfum fagnað þeim tímamótum með skammti af frönskum kartöflum. Síðan þá hefur það verið upp og ofan hvort við höfum haldið upp á daginn eður ei. Ég var til dæmis ekkert að velta fyrir mér hvaða dagur væri í dag fyrr en Baldur óskaði mér til hamingju með hann (síminn hans pípti til að minna hann á daginn).

Ég tók mig til og gluggaði í myndaalbúmið okkar til að sjá hvort og þá hvenær við höfum gert okkur dagamun þennan skemmtilega dag. Það kom mér á óvart að sjá að við virðumst hafa gleymt okkar fyrsta sambúðarafmæli því ég fann hvorki myndir né blogg-færslur frá þeim degi.

Á öðru sambúðarafmælinu röltum við frá Hrauntungunni yfir í Reynisbakarí í Hamraborginni og keyptum okkur bakkelsi. Á því þriðja tókum við forskot á sæluna og héldum upp á daginn degi fyrr, þann 13. september, en þá vorum við á leiðinni heim frá Mývatni eftir helgardvöl á Egilsstöðum. Við böðuðum okkur í heitri hellalind á Mývatni og áðum síðan á Bláu könnunni á Akureyri.

Í ár elduðum við pasta a la Solla og kveiktum á háum, appelsínugulum kertum.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir kveðjuna. Vona að þið hafið það gott í Köben. Ekkert smá krúttlegar myndir af ykkur, til hamingju með sambúðarafmælið :)

Nafnlaus sagði...

Haha!! Nú veit ég hvar þið eigið heima :) Múahaha!!
Endilega látið heyra í ykkur við tækifæri... það fer nú að síga á seinnihlutann að ég komist út úr húsi. Bumban eitthvað farin að segja til sín ;p
Spurning um að bjóða ykkur bara hingað í rólegheitin í sveitinn.

Kveðja Fjóla

P.s. maður var bara komin með áhyggjur af fréttaleysi.

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með daginn elsku vinir, hafið það rosa gott, kossar og knús María og fj.

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ!
Til hamingju með daginn í gær. :D Gott líka að vera loksins komin með síðuna ykkar ;) En endilega kíkiði á síðuna mína sem ég læt fylgja með hér fyrir neðan ;) Hafið það rosalega gott. Hlakka til að fylgjast með ykkur.
Knús til ykkar beggja.
Björg

Nafnlaus sagði...

Í gær, á öðrum í sambúðarafmæli, sendi ég ykkur hamingjuóskir, ásamt þökkum fyrir hina stórgóðu bloggsíðu. Líklega hef ég ýtt á vitlausan takka því að ég sé ekki að þetta hafi skilað sér. Hamingjuóskir og þakkir eru því endurteknar hér með.
Kær kveðja

Nafnlaus sagði...

Takk kærlega fyrir allar hamingjuóskirnar, thid erud alveg frábærir lesendur!

Nafnlaus sagði...

Sem lesandi tek ég hólið til mín. Takk kærlega fyrir það.
En bæ ðe vei...til hamingju með sambúðarafmælið.

Nafnlaus sagði...

Ég sé að margt hefur gerst í ykkar lífi síðan ég gluggaði síðast á heimasíðuna. Til hamingju með flutninginn og gangi ykkur báðum vel.

Sérstaklega finnst mér þið hafa verið dugleg að kaupa húsgögn en við Tinna vorum í nokkur ár að komast jafn langt og þið í húsgagnaeign hér í Chicago :-)