miðvikudagur, 2. nóvember 2005

Nafríka

Í gær þáðum við heimboð til Stellu og Kristjáns. Það hafði rignt töluvert að deginum svo við nenntum ekki að hjóla og tókum strætó 5a. Við settumst fremur aftarlega, hægra megin. Eitthvað fór illa um mig í vagninum þar sem hann keyrði svo hastarlega og skipti engum togum að ég varð bílveikur. Bílveikin var sem betur fer ekki á mjög háu stigi, bara svona svimi og ógleði en engin uppköst.

Þegar til froskanna var komið rann áðurnefnd bílveiki snarlega af mér þar sem boðið var upp á heilsubætandi góðgæti af ýmsum toga: kúskúsrétt og harissu, ferskar döðlur og heimatilbúinn ís. Að auki fengum við svo súkkulaðimúffur sem Ásdís hafði hrist fram úr erminni fyrir heimsóknina.

Að vanda var mikið fjör og ætluðum við aldrei að hafa okkur af stað heim. Um miðnætti höskuðum við okkur þó út á strætóstoppistöð. Að þessu sinni var ferðin mun þægilegri þar sem ég var með fullan maga af vellíðan og bílstjórinn var ekki alveg jafnstrekktur og hinn.

Engin ummæli: