Í gær tók ég síðasta próf þessarar annar og held ég að óhætt sé að segja að það hafi gengið vel. Námskeiðið var af markaðsfræðitoga og gekk fyrst og fremst út á það sem heitir branding og hvernig best sé að standa að því. Jammjamm en nóg um það, búið, búið, búið, vei!
Hvað á maður að gera þegar maður er búinn í prófum? Nú, koma sér í jólaskap. Besta leiðin til þess er að vera innan um gott fólk, borða góðan mat og baka kökur. Við heimsóttum semsé froskafjölskylduna, settum jólamúsík á fóninn (epla aflbókina), borðuðum frábæran mat og réðumst í baksturinn. Eftir svolítið sprell voru marenstoppar og hafrakökur með súkkulaði á boðstólum auk þess sem dreypt var á te.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli