mánudagur, 5. desember 2005

Refhvörf

Mér varð skemmt þegar ég rakst á orðið oxymoron í texta sem ég er þessa stundina að lesa (af því það endar svo flippað á orðinu moron). Mér varð þó ekki eins skemmt þegar ég hafði flett orðinu upp í orðabók og sá íslensku þýðinguna: Refhvörf h. (ft.). Þau refhvörfin. Hvað í ósköpunum eru refhvörf og hvernig eiga þau heima í texta um tyrkneska Gastarbeiter í Þýskalandi?

Allt í einu rifjaðist upp fyrir mér þessi sama aðstaða og sama uppgjöf, ég hef nefnilega áður upplifað það að rekast á þetta orð, flett því upp og orðið að leggja árar í bát hjá refhvörfum. Þetta var því eins og að upplifa déjà vu nema hvað þetta var frekar svona déjà fait.

Í þetta sinn gafst ég þó ekki svo auðveldlega upp heldur náði í íslenska orðabók. Svo í staðinn fyrir rödd fréttaþularins sem drundi í hausnum á mér (Skæð plága herjar nú á refabyggðir heimsins, svo virðist sem refir hverfi af engri sjáanlegri ástæðu. Hafa vísindamenn nefnt þetta dulafulla fyrirbæri refhvörf) heyrði ég loksins í rödd skynseminnar sem færði mér þá þekkingu að refhvörf er það þegar valin eru saman orð gagnstæðrar merkingar eins og t.d. í kveðskap bjartur-svartur.

Þannig varð setninging 'Therefore, an "immigrant Gastarbeiter" would be an oxymoron' allt í einu skiljanleg og nú get ég haldið áfram lestrinum, einu íslensku orði bættari og betri.

1 ummæli:

baldur sagði...

Ég held að oxymoron sé latenska orðið yfir þann sem er nautheimskur. Tel ég að undarlegt sé að fræðimenn saki innflutningt-sgestaverkamenn um að vera nautheimska þar sem það virðist ansi sterk alhæfing.