þriðjudagur, 27. desember 2005

Vakað pínu frameftir

Klukkan er rúmlega hálf sjö að morgni í Danaveldi. Umferðin er hægt og rólega að aukast hér við Frederikssundsvej og úti er hvorki meira né minna en snjór á stéttum. Á meðan fólk er að vakna til daglegra starfa allt í kring erum við skötuhjú að tygja okkur í háttinn; við vorum sko að spila Settlers í alla nótt.

Svona eru jólin hjá þeim sem ekki þurfa að vinna milli jóla og nýárs - það er ansi ljúft.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við hvern voruð þið eiginlega að spila? Bjugguð þið til tveggja manna útgáfu?

Hlakka til að koma aftur og spila við ykkur.

baldur sagði...

Já við spiluðum tvö lið hvort þannig að það var ansi mikið að gerast. Maður verður að æfa sig fyrir næstu törn: Hnotskurn vs. Froskar!

Nafnlaus sagði...

Ingivaldur mætir sem oftast með föruneyti sínu, og þá er möguleiki á að spila í þremur liðum!