fimmtudagur, 29. desember 2005

Úti er alltaf að snjóa

Í gærkvöldi byrjaði að snjóa og gerir enn. Í fyrstu virtist þetta ekki stefna í neitt rosalegt en núna að sólarhring liðnum er ég aldeilis á öðru máli. Allar götur eru fullar af snjó og almennt allt á bólakafi, gaman.

Þar sem við Ásdís erum bæði hrifin af svona löguðu drifum við okkur í gönguferð um hverfið. Í þessu vetrarferðalagi bar ýmislegt fyrir augu en helst ber þó að nefna snjóskrímsli, nývaknað úr dvala. Það hefði betur fengið sér barrnálagraut í haust.

Hér að neðan fylgir síðan texti að laginu sem ég er með á heilanum og er tilvalið að syngja meðan myndir dagsins eru skoðaðar.

Úti er alltaf að snjóa
því komið er að jólunum
og kólna fer í Pólunum
En sussum og sussum og róa
ekki gráta elskan mín
þó þig vanti vítamín
Ávexti eigum við nóga
handa litlu krökkunum
sem kúra sig í brökkunum
Þú færð í magann þinn mjóa
melónur og vínber fín

Þótt kinnin þín litla sé kannski soldið
köld og blá
áttu samt vini sem aldrei bregðast
Af ávöxtunum skuluð þér nú þekkja þá
Sussum og sussum og róa
ekki gráta elskan mín
þó þig vanti vítamín
Þú færð í magann þinn mjóa
melónur og vínber fín.

Úr Deleríum búbónis eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni


Undir snjónum leynist Glasvej.

Snjóskrímslið

Kjarasamningar varðhunda 1. gr. Öllum varðhundum er skylt að hafa eigin vinnusíma.

Já þetta er ég :-)

Þreyttur fákur. Þessi fákur á að vera þreyttur.

Engin ummæli: