fimmtudagur, 5. janúar 2006

Anna kanna

Þeir sem þekkja okkur Ásdísi vita flestir að báðum þykir okkur vatnssopinn góður. Hins vegar hefur okkur þótt sopinn hér í Köben helst til kalkaður og ákváðum við að grennslast fyrir um hvað hægt væri að gera við slíku. Flest benti til þess að einhvers konar síubúnaður væri óhjákvæmilegur.

Eftir svolitla leit gengum við inn í verslunina Helsemin á Strikinu og vorum meira að segja afgreidd á íslensku, mjög þægilegt. Búðin sú selur könnu sem heitir Anna og er með útskiptanlegri síu sem þarf að skipta um á u.þ.b. mánaðarfresti. Eini gallinn var sá að Anna var uppseld.

Í gær hringdi ég svo í búðina og viti menn Anna var komin í hús. Ég rauk að sjálfsögðu til og keypti hana og nú er hún komin heim og farin að sía vatn fyrir okkur og það er sko allt annað líf!

Engin ummæli: