fimmtudagur, 12. janúar 2006

Draumamaðurinn George Clooney

Ég hef víst viðurkennt á þessum vef að finnast George Clooney sjarmerandi að einhverju leyti. Ég vissi þó ekki hversu djúpstæðar tilfinningar mínar í hans garð væru.

Draumur minn í nótt var á þessa leið: Ég frétti af því að George Clooney væri látinn og ég varð hamstola af sorg, óhuggandi, grét út í eitt alla nóttina. Sárast fannst mér að vita til þess að fá þessar fréttir svona seint, hann hafði nefnilega verið látinn í einhvern tíma og enginn hafði sagt mér frá því! Ég grét enn sárar við þá tilhugsun.

Vissulega hefur maðurinn sjarma en mér datt ekki í hug að mér væri svona umhugað um hann.

Leggur einhver í draumaráðningu?

Engin ummæli: