föstudagur, 27. janúar 2006

Kempa í Köben

Í dag fórum við út á Kastrup flugvöll með miða sem á stóð: Ron Jeremy. Með hann á lofti gengum við í humátt að þeim stað sem fólk kemur inn í landið. Ekki þurftum við að ganga lengi í humátt því fljótlega kom að máli við okkur maður sem virtist hlýða þessu nafni.

Sem betur fer var þetta ekki Ron Jeremy sjálfur heldur Heiðar Þór Þrastarson atvinnumaður í eðlisfræðilegri knattspyrnu í úrvalsdeild Uppsala. Til marks um gæðakröfur deildarinnar þá held ég t.d. að Robby Fowler hafi verið meinaður aðgangur í hana. Jamm, Heiddi vinur er semsagt mættur á svæðið og verður hjá okkur um helgina.

Engin ummæli: