Í gær fórum við í frábærar afmælisveislur á heimili froskanna. Í afmælisveislur fer maður að sjálfsögðu með pakka og var pakkinn að þessu sinni í þyngri kantinum, örbylgjuofn. Það er nú ekki mikið mál að fara með svona ofn á milli heimila þegar strætó stoppar beint fyrir utan á báðum stöðum. Eða hvað?
Ferðalagið reyndist hið mesta ævintýri þar sem strætisvagnabílstjórar flestra akstursleiða voru í verkfalli þennan dag. Afleiðingarnar voru þær að ég hlaut hörkuþolþjálfun sem kölluð er örbylgjubrennsla og er fólgin í þrekæfingum með áðurnefnt heimilistæki.
Þegar áfangastað var náð eftir nokkra göngu, tvær lestir og enn frekari göngu tóku á móti okkur fagnandi froskar og afmælisgestir. Glatt var á hjalla og ég réðist samviskulaus á norsku rúllutertuna, muffurnar og ísinn þar sem ígildi þeirra hafði sannarlega bráðnað af mér á leiðinni. Örbylgjukúrnum var formlega lokið.
1 ummæli:
Ekki má gleyma hinum óviðjafnanlegu bönunum sem fylgdu með! Fylgja þeir ekki með öllum örbylgjuofnum?
Skrifa ummæli