föstudagur, 13. janúar 2006

Skúra, skrúbba, bóna

Fyrsta hreingerning ársins fór fram í gær. Hún var í hefðbundnum dúr: ryki sópað saman - út með það!, vaskað upp, skipt á rúminu, þvottur brotinn saman, óhreina tauið flokkað og gert klárt til þvottar.

Ég tók meira að segja til í skápnum mínum og fann þar ýmsar gjafir sem ekki má gleyma inn í skáp. Það má því segja að nokkrar gjafir hafi komið út úr skápnum í gær.

Nú þarf ég svo að halda áfram þar sem frá var horfið í gær, þ.e. að hendast niður í þvottahús og svo væri ekki úr vegi að skrifa eins og þrjár blaðsíður í ritgerðinni sem ég á að skila þriðjudaginn næsta. Nóg að gera, seisei já.

Engin ummæli: