föstudagur, 24. febrúar 2006

Á síðustu stundu

Í upphafi þessarar viku fékk ég tilkynningu um að ég ætti eftir að skrá mig í lokapróf fyrir þessa önn og að ég hefði frest til hádegis þann 24. febrúar sem ég fattaði nýverið (um ellefu leytið) að væri einmitt dagurinn í dag.

Eftir að uppgötvunin hafði skilað sér í gegnum heilabörkinn fór af stað óumflýjanlegt og flókið ferli, nánar tiltekið: Hlaupa niður stigann, stökkva á stálfákinn, beygja til vinstri, hjóla hratt, beygja til hægri og hjóla hratt í svolitla stund, stoppa á rauðu, hjóla hratt, stökkva af stála, skrifa nafnið mitt á eitthvað blað og varpa öndinni léttar.

Hjá CBS eru hlutirnir nefnilega aðeins öðruvísi en hjá HÍ. Hér skráir maður sig fyrst í námskeið, situr í nokkrar vikur og skráir sig svo í próf. Heima í HÍ gera menn bara ráð fyrir því að maður ætli sér í próf ef maður skráir sig í námskeið.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Skilðig! Hjúkkidd!

Nafnlaus sagði...

Góður!