mánudagur, 27. mars 2006

Hamletsaptótek

Að undanförnu hef ég nokkrum sinnum hjólað framhjá apóteki sem ber heitið Hamlet apotek. Hvert einasta skipti hugsa ég upp heila sögu á bak við nafnið og tilkomu þess. Gæti nafngiftin verið tilkomin af því að það stendur við Hamletsgötu eða býr eitthvað dýpra að baki? Auðvitað býr eitthvað annað og dýpra að baki.

Mér finnst sennilegt að apótekarinn heiti Kládíus og bjóði upp á sérlega hagkvæma eyrnadropa. Á notkunarleiðbeiningunum gæti staðið eitthvað um að þeir henti vel sem tækifærisgjöf fyrir nákomna og að helsta hliðarverkunin sé sú að sá sem þeirra neyti gangi aftur og mikil ógæfa geti hlotist af því að opna dropana. Kannski maður lesi leiðbeiningarnar með næsta pakka sem maður kaupir í apóteki, það er aldrei að vita...

Engin ummæli: