þriðjudagur, 28. mars 2006

Jarm

Þá er ég búinn í fjármálaprófinu. Það gekk vel og tel ég mig fullnuma í hinum ýmsu fjármálum. Vissulega hafði ég ákveðið forskot þar sem ég hef búið í miklu návígi við steingeitur alla tíð.

Það var gaman að taka loksins próf í einhverskonar málvísindum og í raun og veru góð tilbreyting frá allri þessari viðskiptafræði. Ég mæli með því að allir læri að minnsta kosti eitt fjármál og hver veit nema meðalaldur kinda hækki þegar fólk fer að skilja þær.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Me, me, me, lambið mitt.