Í gær fór ég í tíma í Sports Economics og var glatt á hjalla. Kennarinn svoleiðis reitti af sér brandarana og bekkurinn hló með. Þetta minnti eiginlega meira á skemmtiatriði eða sjónvarpsþátt þar sem aðalmaðurinn er ekki alltaf upp á sviði heldur gengur um salinn og er einhvern veginn út um allt.
Í einni ferðinni um stofuna hætti hann allt í einu að tala og beindi vísifingri að einum nemendanna, bekkurinn fylgdist spenntur með. Eftir svolitla þögn segir kennarinn: You are tall, blonde and beautiful, step up on that table. Hann þurfti þá einhvern hávaxinn til að kíkja á myndvarpann. Þegar strákurinn sté niður spurði kennarinn hvernig þessi hálfa mínúta í frægðarljómanum hefði verið. Strákur kvað hana góða og ráðlagði kennarinn honum þá að láta það ekki stíga sér til höfuðs.
Þessi sami kennari notar líkt og góðir kennarar dæmi úr lífi sínu til að útskýra hitt og þetta. Einu þeirra var ætlað að útskýra að í fyrndinni hefði belgíska knattspyrnan verið töluvert ofar á blaði en hún er í dag. Í sögunni er hann ungur maður og var ástfanginn af fallegri stúlku. Eini gallinn var sá að knattspyrnumaður ársins í Belgíu var ástfanginn af sömu stúlkunni. Sagan fór svo þannig að Belginn krækti í dömuna en slíkt hefði vitanlega ekki gerst eins og belgíski boltinn er í dag. Síðan hnussar aðeins í kennaranum og hann segir: He gave her 15 years of mediocre happiness but with me she'd have had six months of fun!
Já svona er að læra viðskiptafræði.
2 ummæli:
HAHAHA dásamleg lýsing á að því er virðist óviðjafnanlegum kennara!
Hann er líflegur kallinn :o) Segir líka ansi skemmtilega frá og brandararnir bara koma jafnt og þétt og áreynslulaust.
Skrifa ummæli